Keppnir

Við elskum keppnir á Bullseye!

  Hópar < 25 manns


Partýpíluspjöldin okkar halda utan um uppsafnaða stöðu meðal allra gesta á hverju spjaldi. Klassísku spjöldin og Skemmtipílan telja sigurvegara hvers leiks sem spilaður er.

Við leiðbeinum ykkur með framkvæmd eigin móts ef hópurinn þinn er að spila á 2-4 spjöldum.

Bóka Pílu

Liðakeppnir fyrir

25 – 100+ manna hópa:


Á Bullseye höfum við þróað einstaklega skemmtilegar liðakeppnir sem taka hópeflið þitt til tunglsins. Við setjum upp og stjórnum keppnum eins og Þrautakóng og Orustu, þar sem nokkrir gestir keppa saman í hverju liði við önnur lið í hópnum. Þessar liðakeppnir, sem eru hóflegt bland af gamni og alvöru, hafa slegið í gegn hjá okkur. Hvert mót tekur uþb. 45 mínútur og þarnast einskins undirbúnings af ykkar hálfu. Mikið stuð og stemming mikil stemning, allir með allan tímann (enginn útsláttur). Þið ráðið hvort þið látið fólk grúppa sig saman í lið eða við röðum niður tilvijanankennt. Allir kátir og sprelliverðlaun frá Bullseye í lokin. Ath. að liðakeppnir eru yfirleitt ekki í boði á föstudags- og laugardagskvöldum nema salir (Silfurtungl, Stóri Salur) séu leigðir til einkanota. 2ja tíma bókun með liðakeppni (fyrstu 45 mín) kostar 3,900 kr/mann alls. Sendið fyrirspurn á [email protected]

                                                             

 Einstaklingskeppnir fyrir

25 – 100+ manna hópa



Hvernig væri að efna til pílukastkeppni hópsins / fyrirtækis þíns, líkt og svo oft er gert í golfi?  Við getum sett upp og og stjórnað alls kyns einstaklingskeppnum fyrir hópinn þinn bæði með einföldu “Bullseye-fyrirkomulagi” eða alvöru pílumótsfyrirkomulagi, - við erum jú viðurkenndur keppnisstaður Alþjóða Pílukastssambandsins.  Svona mót taka yfirleitt um 2 klukkustundir og fara fram að kvöldlagi fyrri hluta vikunnar eða að degi til um helgar. Við sjáum um stjórnun, þið sjáið um verðlaun. 2ja tíma bókun með einstaklingskeppni kostar 4,900 kr/mann alls.Sendið fyrirspurn á [email protected]


Share by: